138. löggjafarþing — 105. fundur,  14. apr. 2010.

rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða, skýrsla nefndar skv. lögum nr. 142/2008.

[15:39]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég var alls ekki að finna að því að hv. þingmaður fylgdi sannfæringu sinni, ég var að vísu að vona að hún yrði önnur. [Hlátur í þingsal.] En það var bara það sem ég vonaðist til og óskaði eftir og taldi vera frekar í takt við stefnu flokksins, (Gripið fram í: Hvaða flokks?) en ég virði alveg fullkomlega og ber mikla virðingu fyrir því þegar þingmenn, hvort sem þeir eru í Framsóknarflokknum eða öðrum flokkum, fylgja sannfæringu sinni, ekki síst þegar hún er í samræmi við stefnu flokks þeirra.