138. löggjafarþing — 106. fundur,  15. apr. 2010.

viðbrögð við eldgosi í Eyjafjallajökli.

[11:20]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég vildi gjarnan að dagskránni yrði breytt og það er í valdi forseta, það fellur undir fundarstjórn forseta, þ.e. að tekin verði út þau mál sem eru á dagskrá nú þegar og stofnað til nýs fundar. Það er fundarstjórn forseta.

Við höfum ekki rætt hvað gerist ef öskufall verður um allar sveitir og búfénaður þarf að vera á húsum og ekki verður hægt að heyja. Við höfum ekki rætt það. Við höfum ekki rætt það sem fornar sögur segja ef fjárfellir verður um allt.