138. löggjafarþing — 106. fundur,  15. apr. 2010.

afbrigði um dagskrármál.

[11:26]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Við höfum verið að ræða skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og þar er sagt að of mikill hraði sé á vinnslu mála á Alþingi. Hér var dreift 44 málum sem á að afgreiða á 13 dögum og þetta þýðir þrjú mál á dag. Ég er ansi hræddur um, frú forseti, að þetta sé ekki alveg í takt við það sem rannsóknarnefndin kemst að. Þetta er allt of mikill hraði. Menn þurfa að gefa sér miklu meiri tíma til að vanda lagasetninguna. Það er eiginlega með miklum efasemdum sem ég greiði atkvæði með þessari tillögu.