138. löggjafarþing — 106. fundur,  15. apr. 2010.

rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða, skýrsla nefndar skv. lögum nr. 142/2008.

[13:46]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég vona að ég hafi misskilið ræðuna sem hv. þingmaður flutti, að hann hafi ekki verið að tala í fortíð. Ég skal svo sannarlega taka undir með honum og vinna með honum að því að breyta þessum vinnubrögðum, breyta þessum forsendum og vinna að því að skapa nýja framtíðarsýn fyrir þjóðfélagið í heild sinni. Ég held að ekki sé jafnmikil þörf á neinu í þessu landi eins og að gefa þjóðinni nýja sýn til framtíðar, sýn sem byggir á trausti og virðingu fyrir réttlætinu og því að menn vinni heiðarlega að verkum sínum. Og ég skal svo sannarlega taka undir með hv. þingmanni og vinna hart að því að slík framtíðarsýn verði sköpuð, ekki bara milli valdþáttanna sjálfra heldur fyrir þjóðfélagið í heild sinni.