138. löggjafarþing — 106. fundur,  15. apr. 2010.

rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða, skýrsla nefndar skv. lögum nr. 142/2008.

[14:58]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er hárrétt hjá hv. þm. Pétri H. Blöndal að skatttekjur ríkisins jukust á þeim árum sem hann talar um. Ég lít hins vegar þannig á, og hann getur svo deilt um það við mig og sagt að það sé vitlaust, að skattar hækki ef skattar á einstaklinga, fyrirtæki eða annað hækka, en ef skattprósentan lækkar lít ég á það sem skattalækkun. Við vitum það svo að með alls konar aðgerðum, hvort sem það er tekjutenging eða einhverju svoleiðis getur t.d. lækkun á verði vöru leitt til þess að hærri tekjur fáist fyrir hana í allt. Þetta er meira að segja hægt að teikna upp í línuriti.

Ég lít sem sagt þannig á að skattar lækki ef skattprósentan lækkar jafnvel þó að skatttekjur ríkisins aukist.