138. löggjafarþing — 106. fundur,  15. apr. 2010.

rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða, skýrsla nefndar skv. lögum nr. 142/2008.

[15:00]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég svaraði þessari spurningu áðan, ég svaraði því hvernig ég skil skattalækkanir. Ég skil skattalækkun þannig að ef skattprósentan lækkar á einstaklinga eða fyrirtæki eru skattar lækkaðir. Ef ríkið fær auknar tekjur, skatttekjur, þá aukast skatttekjur ríkisins. Það er alveg hárrétt. Þá er hægt að segja að skatttekjur ríkisins hafi aukist en skattar á einstaklinga eða fyrirtæki hafi lækkað, það getur vel verið.