138. löggjafarþing — 107. fundur,  16. apr. 2010.

frumvarp um lengingu fyrningarfrests.

[12:02]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Það er forseta að setja saman dagskrá og það er afskaplega brýnt að eitt máli verði afgreitt hér sem allra fyrst, og er ekki seinna vænna. Það er mál sem hv. þm. Helgi Hjörvar flytur um lengingu fyrningarfrests. Núna þessa dagana er að renna út fyrningarfrestur á aðgerðum og gjörningum sem gerðir voru á þessum tíma árið 2008 og þeir voru fjöldamargir. Það er mjög brýnt, frú forseti, að þetta sé tekið á dagskrá sem allra fyrst og afgreitt sem lög frá Alþingi helst í dag.