138. löggjafarþing — 107. fundur,  16. apr. 2010.

störf þingsins.

[12:13]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ríkisendurskoðun er sjálfstæð eftirlitsstofnun sem starfar á vegum Alþingis og Alþingi hefur ríka eftirlitsskyldu með þeim stofnunum sem undir það heyra. Eins og hv. þm. Gunnar Bragi Sveinsson kom inn á hefur nú verið upplýst í skýrslu rannsóknarnefndar um óeðlilega styrki til Samfylkingarinnar sem ekki er að finna í reikningum flokksins. Þetta er mjög alvarlegt mál og segja má að upphæðirnar þarna á milli séu mjög háar. Raunverulega má segja að himinn og haf sé á milli þess sem Samfylkingin gefur upp og þess sem bankarnir hafa lagt af mörkum en um þetta má lesa í skýrslunni. Þess vegna langar til að spyrja forseta Alþingis: Hyggjast forseti Alþingis og forsætisnefnd vísa þessum málefnum Samfylkingarinnar til Ríkisendurskoðunar og gera að tillögu sinni að þessi mál verði rannsökuð?