138. löggjafarþing — 107. fundur,  16. apr. 2010.

lögreglulög.

586. mál
[12:59]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég get eindregið tekið undir með hæstv. ráðherra að það sé mikilvægt að fram fari umræða í nefndinni, þegar menn hafa tækifæri til þess að fara nánar yfir efnisatriði þessa frumvarps, um hvaða ákvarðanir eiga í rauninni að liggja hjá þinginu um skipulagsmál í lögum, hvaða ákvarðanir eiga að liggja hjá ráðherra, sem hefur reglugerðarvald, og hvaða ákvarðanir eiga að liggja hjá einstökum embættum.

Það eru rök fyrir hvoru tveggja, annars vegar sveigjanleikarökin, sem felast í því að ákvarðanir séu teknar með reglugerð, og hins vegar um pólitíska ábyrgð því að auðvitað þarf þjóðkjörið þing að taka pólitíska ákvörðun um mörg meginatriði og þess vegna er álitamál að hve miklu leyti þingið á að framselja slíkar ákvarðanir til ráðherra.

Ég kem nánar inn á (Forseti hringir.) ýmis atriði hér á eftir en þakka ráðherra fyrir ágæt svör.