138. löggjafarþing — 107. fundur,  16. apr. 2010.

sameining Þjóðskrár og Fasteignaskrár Íslands.

508. mál
[14:52]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir þetta svar. Ég fagna því að það sé komið fram að þetta er þá eitthvað sem gerist í tímans rás. Ég held að það sé mikilvægt að það komi fram í umræðunni, þannig að allir átti sig á að þetta er það sem verður á endanum. Það er auðvitað til þess að ná hámarkssamlegðaráhrifum og þá er náttúrlega augljóst að samlaga þarf reksturinn í tímans rás á þessum tveim stofnunum. Jafnframt vil ég minna hæstv. ráðherra á seinni spurningu mína sem ég veit að ráðherra ætlar að nýta seinna andsvar sitt til að svara.