138. löggjafarþing — 108. fundur,  20. apr. 2010.

rýmingaráætlun fyrir búfé og hreinsun ösku af túnum.

[14:40]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr):

Frú forseti. Ég er á kunnuglegum slóðum því að eins og margir aðrir þingmenn hugsa ég til fólksins sem býr í nágrenni Eyjafjallajökuls. Svör við sumum spurningum mínum hafa reyndar þegar komið fram en mig langar engu að síður að velta sérstaklega fyrir mér stöðu bænda á svæðinu. Við höfum séð að rýmingaráætlanir fyrir fólk virka og það gengur mjög vel og hratt fyrir sig að rýma svæðið en ég velti fyrir mér dýrunum á svæðinu og mig langar að spyrja hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hvort einhver rýmingaráætlun sé til fyrir búfénað á svæðinu og eins hvort kannað hafi verið hvort með einhverjum hætti sé hægt að losna við eða fjarlægja öskulagið af ræktuðu landi.

Ég get vel skilið að íbúar kjósi að vera heima um sinn og halda áfram sínu daglega lífi eins og hægt er, en hvað gerist ef gosið og öskufallið dregst á langinn? Er réttlætanlegt að hafa skepnur úti við í þessu ástandi í langan tíma eða almennt á svæðinu? Er hægt að flytja þær í burtu, og þá hvert?

Annað hefur eiginlega komið fram í umræðunni í dag.