138. löggjafarþing — 109. fundur,  20. apr. 2010.

gjaldþrotaskipti o.fl.

197. mál
[15:15]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Það er brýnt að mönnum haldist ekki uppi að skjóta undan eignum í aðdraganda gjaldþrots og við þær aðstæður sem nú eru uppi er mikilvægt að tímafrestir renni ekki út, þannig að skiptastjórar séu ekki í færum til að rifta slíkum óeðlilegum gjörningum. Það er hluti af því að stuðla að sem mestri sátt í kjölfar hrunsins að Alþingi geri allt sem í þess valdi stendur til að koma í veg fyrir slíka óeðlilega gjörninga, undanskot eigna og þess háttar. Ég þakka allsherjarnefnd og alþingismönnum öllum fyrir góða samvinnu um að gera þetta mál hratt og vel að lögum í dag.