138. löggjafarþing — 109. fundur,  20. apr. 2010.

atvinnuleysistryggingar og húsaleigubætur.

554. mál
[17:05]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Öll velferðarkerfi eru í rauninni barátta um hvað við viljum bæta og hvernig við eigum að koma í veg fyrir misnotkun af því að öll þessi kerfi eru meira og minna misnotuð. Ef það tækist að virkja það fólk sem er atvinnulaust þannig að maður sem væri í 70% starfi fengi 30% atvinnuleysisbætur en yrði virkjaður þann tíma mundi þessi vandi hverfa. Ég held að nefndin ætti að fjalla virkilega um þá kosti og galla sem eru við þessi kerfi öllsömul og reyna að finna á þeim lausnir þannig að misnotkun verði sem allra minnst.