138. löggjafarþing — 109. fundur,  20. apr. 2010.

varnarmálalög.

581. mál
[19:57]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil taka það skýrt fram að engin hætta er á því að þetta sé einhvers konar óbein úrsögn úr NATO, það er bara útúrsnúningur og ég skil ekki hvernig hv. þingmanni dettur það í hug.

Svo ítreka ég að frumvarpið á eftir að fara í utanríkismálanefnd og ég get heitið þingmanninum því að þar verður vel og ítarlega unnið og öllum þeim spurningum sem upp koma svarað og flokkssystkini hennar í utanríkismálanefnd láta þá kannski sjá sig til tilbreytingar og spyrja þessara spurninga fyrir hana.