138. löggjafarþing — 109. fundur,  20. apr. 2010.

hlutafélög, einkahlutafélög og ársreikningar.

569. mál
[21:36]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. efnahags- og viðskiptaráðherra fyrir góð svör. Þar sem ég gat ekki lokið við að bera fram allar spurningarnar sem ég hafði varðandi það að taka á gagnrýni sem komið hefur fram á hlutafélög ætla ég að bæta hér við einni: Er ekki nauðsynlegt að setja inn í hlutafélagalögin einhverja takmörkun á því hversu oft einstaklingar geta skráð nýtt hlutafélag? Hér vísa ég til mikillar umræðu um kennitöluflakk, ekki bara einstaklinga heldur hefur líka verið gagnrýnt að viðskiptabankarnir nýju stundi kennitöluflakk. Ég vil geta þess að ég hef lagt fyrir þingið frumvarp sem tekur á þessu, m.a. í hlutafélagalögunum og líka lögum um einkahlutafélög, en það væri mjög gott að fá að vita skoðun hæstv. efnahags- og viðskiptaráðherra á því að setja einhvers konar takmörkun á kennitöluflakk inn í hlutafélagalögin.