138. löggjafarþing — 111. fundur,  26. apr. 2010.

staða Íbúðalánasjóðs.

[15:36]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svörin. Mig langar að spyrja hann aftur: Telur hann að slíkar áhættufjárfestingar Íbúðalánasjóðs rúmist innan fjárfestingarheimilda sjóðsins? Og telur hann að í ljósi þessa þurfi hugsanlega að setja fjárfestingarheimildum sjóðsins sterkari reglur?

Í öðru lagi: Er það ekki rétt að viðmiðið um eigið fé er bundið samkvæmt lögum og að frumvarp um breytingu á því þyrfti þá að koma fyrir Alþingi?