138. löggjafarþing — 112. fundur,  27. apr. 2010.

staða og fjárhagslegar afleiðingar eldgoss í Eyjafjallajökli.

[14:04]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Nú fer fram áður boðuð utandagskrárumræða um stöðu og fjárhagslegar afleiðingar eldgossins í Eyjafjallajökli. Málshefjandi er hv. þm. Árni Johnsen. Fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, verður til andsvara. Umræðan fer fram skv. 2. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.

Forseti minnir á að að lokinni þessari umræðu fer fram atkvæðagreiðsla og síðan að henni lokinni verður settur nýr fundur.