138. löggjafarþing — 114. fundur,  28. apr. 2010.

höfuðstólslækkun gagnvart fyrirtækjum.

[12:30]
Horfa

Skúli Helgason (Sf):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. efnahags- og viðskiptaráðherra fyrir svör hans. Ég skil þau þannig að hann styðji þá aðgerð sem þessi tiltekni banki hefur gripið til.

Ég vil hins vegar ítreka þá skoðun mína að ég tel afar mikilvægt að fyrirtæki geti treyst því að þau njóti úrræða af þessu tagi og það sé ekki háð því hjá hvaða fjármálastofnun þau eru með viðskipti sín. Ég vil hvetja hæstv. ráðherra til að beita sér fyrir því sérstaklega að gengið verði úr skugga um það að aðrar fjármálastofnanir muni bjóða upp á valkosti af þessu tagi hið fyrsta þannig að ekki skapist ójafnræði á markaðnum hvað þetta varðar.