138. löggjafarþing — 114. fundur,  28. apr. 2010.

kostnaður vegna tafa á lausn Icesave-málsins.

480. mál
[12:41]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ummælin frá hæstv. forsætisráðherra bera vott um óvandaða umræðu. Hér hefur margt gengið í haginn eftir að forseti vor neitaði að skrifa undir lögin og komið hefur fram að við erum í betri samningsstöðu. Það er búið að sameina bankana, ganga frá því, gengið er að styrkjast o.s.frv., það er bara allt í sæmilegum gangi.

Ég held að hæstv. forsætisráðherra og aðrir þingmenn sem studdu lögin, sem sett voru 30. desember sl., skuldi þjóðinni skýringu á því hvað þeir voru að gera.