138. löggjafarþing — 115. fundur,  29. apr. 2010.

samgönguáætlun fyrir árin 2009-2012.

582. mál
[16:13]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég og hæstv. samgönguráðherra getum fallist í faðma í þessu máli. Ég er þeirrar skoðunar að sú leið sem hæstv. ráðherra hefur verið á sé rétta leiðin. Ég tel að gjaldtaka sé leið til þess að flýta því að geta ráðist í bráðnauðynleg verk og út af þeim rökum sem ég færði fram hérna áðan og þeim viðbótarrökum sem hæstv. ráðherra setti hér fram er ég algjörlega sammála því að það er hið besta mál að ná að flýta arðbærum samgönguframkvæmdum með aðkomu lífeyrissjóðanna.