138. löggjafarþing — 116. fundur,  30. apr. 2010.

reglugerð um strandveiðar.

[13:19]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Ég ætla nú einmitt að ræða um fundarstjórn forseta. Þetta er dálítill vandi sem okkur er á höndum. Forseti stendur frammi fyrir því að atkvæðagreiðsla er næst á dagskrá og getur forsetinn gert eitt, hann getur frestað fundi í einn klukkutíma. Á öld tölvutækni geri ég ráð fyrir því að hæstv. ráðherra geti náð í þessa reglugerð sem er örugglega til og dreift henni á þingmenn, jafnvel með tölvupósti þannig að menn viti hvað þeir eru að greiða atkvæði um. Þetta tel ég vera ræðu um fundarstjórn forseta því að ég legg til að forseti fresti fundi um klukkutíma og við förum að fá okkur mat.