138. löggjafarþing — 116. fundur,  30. apr. 2010.

reglugerð um strandveiðar.

[13:20]
Horfa

Róbert Marshall (Sf):

Virðulegur forseti. Bara til upplýsingar fyrir hv. þingheim er hér er um að ræða frumvarp sem felur í sér veiðar á 6.000 tonnum í fjóra mánuði, (Gripið fram í.) svokallaðar strandveiðar á trillum. Ég vil því taka það fram að hér er ekki um að ræða aðför að réttarríkinu sem hv. þm. Vigdísi Hauksdóttur verður svo tíðrætt um, né heldur er ástæða fyrir hv. þm. Sigurð Inga Jóhannsson að vitna sérstaklega í rannsóknarskýrslu Alþingis máli sínu til stuðnings hér. Eigum við ekki bara að taka umræðuna í nefndum og þegar við á í þingsal frekar en að ræða þetta í liðnum Fundarstjórn forseta?