138. löggjafarþing — 116. fundur,  30. apr. 2010.

reglugerð um strandveiðar.

[13:23]
Horfa

Árni Johnsen (S):

Virðulegi forseti. Ég fagna fundarstjórn forseta og býð Vigdísi Hauksdóttur velkomna í Suðurkjördæmi, hún var kynnt hér sem 8. þm. Suðurkjördæmis, en reyndar er það hv. þm. Róbert Marshall, svo nú erum við tvöföld í roðinu. (Gripið fram í.) En þetta er nú allt í góðu.

Það gengur hins vegar ekki upp að hæstv. ráðherra skuli ekki gera grein fyrir framgangi þessa máls og því fyrirkomulagi sem hann hugsar sér, það gengur bara ekki. Ég minni á að til að mynda er í þeim lögum sem hér eru til afgreiðslu verið að taka 6.000 tonn af almennum bátum í landinu, vertíðarbátum og öðrum. Þetta er valdataka og er eitt af atriðunum sem þarf að fara betur yfir. Það gengur ekki upp og kann að vera tilefni til nýrrar rannsóknarskýrslu. (Forseti hringir.) En aðalatriðið er að ráðherra geri grein fyrir því sem hann hyggst gera í þessum efnum.