138. löggjafarþing — 116. fundur,  30. apr. 2010.

stjórn fiskveiða.

370. mál
[13:38]
Horfa

Björn Valur Gíslason (Vg):

Virðulegi forseti. Ég hef áður lýst þeirri skoðun minni í umræðu um þetta mál að ég tel það réttlætismál að strandveiðiheimildunum verði haldið utan við aflamark og krókamark. Mér finnst það óréttlátt að ætla að fara þá leið sem lögð er til í þessu frumvarpi, að færa aflaheimildir frá einum til annars í þessum tilgangi. Ég styð frumvarpið. Ég styð meginþætti frumvarpsins heilshugar og tel það vera til bóta. Mér finnst breytingartillaga minni hlutans hvað þetta varðar vera góð, hún er ágætlega rökstudd. Ég tek undir hana og ég styð hana.