138. löggjafarþing — 116. fundur,  30. apr. 2010.

stjórn fiskveiða.

370. mál
[13:39]
Horfa

Jón Gunnarsson (S):

Virðulegi forseti. Hér er um mjög umdeilt ákvæði að ræða í þessari lagasmíð sem við fjöllum um og verður samþykkt hér, að mér sýnist. Þetta ákvæði er til þess fallið að auka mjög á ósætti um þetta strandveiðifrumvarp strax á næsta ári. Það er sérstaklega áhugavert að sjá það hér að þingmenn stjórnarflokkanna, þingmenn meiri hlutans, þeir þingmenn sem koma af landsbyggðinni, þeir þingmenn sem eiga kannski fremur öðrum að standa vörð um sjávarbyggðirnar, standa vörð um smábátaútgerðina, standa vörð um litlu fiskvinnslurnar út um allt land, (Gripið fram í.) eru þeir sem ætla að fella þetta. Þeir stjórnarþingmenn sem eru fulltrúar þessara svæða ætla að fella þetta. Þeir ætla að taka vinnuna af fólkinu sem skapast allt árið úti á landi í þessum litlu fiskvinnslum, þeir ætla að rýra rekstrargrundvöll litlu og meðalstóru útgerðanna sem byggja á þessu. Það verður (Forseti hringir.) fróðlegt að sjá hvernig þeir horfa framan í kjósendur sína til að réttlæta þessa ákvörðun sína hér í dag.