138. löggjafarþing — 118. fundur,  6. maí 2010.

svör ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum.

[11:07]
Horfa

Róbert Marshall (Sf):

Virðulegi forseti. Ég kveð mér hljóðs undir þessum lið til að taka undir með hv. þm. Sigurði Kára Kristjánssyni um að sá dagskrárliður sem hér fór á undan er orðinn býsna haldlítill — en á allt annarri forsendu en hann. Hér komu upp þrír hv. þingmenn, Sigurður Kári Kristjánsson, formaður Framsóknarflokksins og hv. þm. Birkir Jón Jónsson, með sama málið og enginn þeirra heyrði svör hæstv. forsætisráðherra í málinu. Í þrígang þurfti að spyrja um málið. Hv. þingmenn ætluðu allir að verða frægir á sömu fyrirspurninni. Það er orðin býsna haldlítil umræða og ég frábið þinginu (Gripið fram í.) málfundaæfingar eins og við urðum vitni að hér áðan. (Gripið fram í.) (Gripið fram í: Heyr, heyr.) (Gripið fram í: Góður.)