138. löggjafarþing — 118. fundur,  6. maí 2010.

svör ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum.

[11:13]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf):

Frú forseti. Vegna fundarstjórnar forseta langar mig að benda á að hæstv. forsætisráðherra svaraði í þrígang þeim spurningum sem til hennar var beint. (Gripið fram í: Þetta er rangt.) Hæstv. forsætisráðherra svaraði í þrígang þeim spurningum sem til hennar var beint. Þingmenn hafa ýmsar leiðir til að spyrja ráðherra í þingsalnum og annars staðar, á nefndafundum líka, og ég held að það sé hyggilegast að við tökum það til skoðunar í þessum sal hvort þarna úti, hjá umbjóðendum okkar í öllum flokkum, sé mikil eftirspurn eftir tugum ræðna um fundarstjórn forseta á þessu vori þegar mjög brýn verkefni bíða okkar í öllum þingnefndum sem við erum, held ég, öll sammála um að þurfi að ljúka og verja þurfi tímanum vel hér næstu vikurnar. (Forseti hringir.) (Gripið fram í: Ekki ræða óþægileg mál.) [Hlátur í þingsal.]