138. löggjafarþing — 118. fundur,  6. maí 2010.

umferðarlög.

553. mál
[14:15]
Horfa

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Kristján L. Möller) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta með hægri beygjuna. Það er ýmislegt sem Íslendingum ber að varast frá hægri um þessar mundir og hefur verið svo undanfarin ár. Það versta við að leyfa hægri beygju á rauðu ljósi er að það minnir allískyggilega á ákveðna stjórnarstefnu (ÁJ: Það er óþarfaverkkvíðni.) sem fylgt hefur verið.

Virðulegi forseti. Við getum alltaf rætt hvort borga eigi 25.000 kr. eða 50.000 kr. fyrir einkamerkið, hvort sem það er „ÍSLAND“ eða „KLM“. Nú verð ég bara að játa að ég hef ekki framreiknað 25.000 kr. til verðgildis í dag. Ég man ekki hvort það eru tíu ár síðan þessi tillaga frá hv. þm. Árna Johnsen var samþykkt. Var hann ekki frumkvöðull að þessu máli? (Gripið fram í.) Og hvort það er 25.000 kr. eða 50.000 kr., þetta eru alltaf hlutir sem ber að skoða og allt í lagi með það, þarna er þetta sett svona fram. Varðandi sektir, ölvunarakstur og annað sem hv. þingmaður ræddi um, þá er ég ekki sammála honum í því. Þetta eru atriði sem vert er að hafa inni í lögunum. Vonandi kemur ekki til þess að það þurfi að nota þetta, vegna þess að menn mega einfaldlega ekki aka í svona ásigkomulagi.