138. löggjafarþing — 118. fundur,  6. maí 2010.

umferðarlög.

553. mál
[14:55]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Mig langaði að benda hv. þm. Árna Johnsen á að það eru ekki endilega sjálfsögð mannréttindi fyrir fólk að keyra vélknúin ökutæki. Ég kom t.d. á hjóli hingað í vinnuna þótt ég sé með bílpróf, hjólaði úr öðru sveitarfélagi og rakst meira að segja á kanínu. Það var mjög gaman og ég mæli með þessum ferðamáta. (ÁJ: Gaman að rekast á kanínu?) Já, ekki bókstaflega, ég sá hana bara.

Mér líður mjög vel með það, eigandi tvo unglingspilta, að ætlunin sé að hækka bílprófsaldurinn. Ég á einn 17 ára og annan 13 ára og ég mundi vilja að þeir fengju ekki bílpróf fyrr en eftir mjög mörg ár. Mér hefði líka liðið betur ef aldraður nágranni minn, sem er reyndar fallinn frá, hefði verið sviptur ökuréttindum en hann lést í mjög hárri elli og keyrði fram á síðasta dag — ja, hann keyrði ekki á neinn en það lá við.