138. löggjafarþing — 118. fundur,  6. maí 2010.

umferðarlög.

553. mál
[14:59]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Við erum náttúrlega að tala um réttindi og mér finnst eðlilegt að bílprófsaldurinn fylgi lögræðisaldrinum. Í höndum ungra og óþroskaðra manneskna getur bifreið verið morðvopn og mér finnst ekki eðlilegt að ósjálfráða fólk geti fengið að keyra bíl með allri þeirri ábyrgð og þeim skyldum sem því fylgja.