138. löggjafarþing — 118. fundur,  6. maí 2010.

heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ.

320. mál
[16:10]
Horfa

Frsm. minni hluta iðnn. (Margrét Tryggvadóttir) (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Það er rétt hjá hv. formanni iðnaðarnefndar og þingmanni, Skúla Helgasyni, að hann var í barneignarfríi þegar keyra átti málið í gegnum þingið. Ég hef mjög gott minni, frú forseti, og man mjög vel að það átti að fara með þetta mál í gegnum þingið fyrir jól. Ég fékk þau svör frá ritara nefndarinnar að ekki gæfist tími til þess að senda málið til umsagnar. Ég man líka mjög vel eftir því á fyrsta fundi nefndarinnar eftir jól þegar hv. þm. Skúli Helgason var kominn aftur að einmitt þá var málið loksins sent til umsagnar.

Hvað varðar spillingu í Samfylkingunni þá voru það ekki mín orð. Ég benti einungis á að sami maðurinn situr beggja vegna borðsins. Ég minntist ekki á spillingu.

Hvað var nú aftur …? (Gripið fram í: Björgólfur og 10 árin.) Já, ég spurði fulltrúa iðnaðarráðuneytisins, Ingva Má Pálsson, að því hvað yrði um ávinning eftir þessi 10 ár og fékk þau svör frá honum að fjárfestingarsamningurinn við Novator væri einungis bundinn við þessi 10 ár.