138. löggjafarþing — 118. fundur,  6. maí 2010.

heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ.

320. mál
[16:14]
Horfa

Frsm. minni hluta iðnn. (Margrét Tryggvadóttir) (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Hvað varðar margumræddan Vilhjálm Þorsteinsson bendi ég á í áliti mínu að hann vinnur fyrir þá sem eru að semja við hann. Það finnst mér óeðlilegt. Ég talaði ekki um spillingu, það gerði hins vegar hv. þm. Vigdís Hauksdóttir.

Hvað varðar arðgreiðslur Novators þá vil ég óska eftir því við formann nefndarinnar að við könnum þetta og ræðum betur þegar málið verður aftur tekið fyrir í nefndinni milli 2. og 3. umræðu og vinnum saman að því að sjá til að þetta plan verði skothelt ef svo má segja.