138. löggjafarþing — 118. fundur,  6. maí 2010.

heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ.

320. mál
[16:58]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Okkur greinir aðeins á um hver eigi að njóta vafans. Ég fór yfir það, hér er verið að taka annan snúning á þjóðinni og þannig stendur málið. Úr því að þessi aðili er svona áfram um að gefa þjóðinni frí frá sér, eins og kemur fram í fylgiskjali með nefndaráliti meiri hlutans, hvers vegna gerir hann þjóðinni ekki þann greiða að stíga út úr þessu verkefni og leyfa þessum andlitslausu fjárfestum að eiga það? Ég er þannig gerð að ég er ekki tilbúin að fyrirgefa þeim aðilum sem settu heila þjóð á hausinn. Þó að þeir verði ekki fundnir sekir um neitt á ég langt í land með að fyrirgefa þeim hvernig þeir fóru með okkur.