138. löggjafarþing — 119. fundur,  7. maí 2010.

tilkynning um mannabreytingar í nefndum.

[12:01]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Borist hefur tilkynning frá formanni þingflokks Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiði E. Árnadóttur, dagsett 7. maí 2010, um mannabreytingar í nefndum, samanber 16. gr. þingskapa. Hún er svohljóðandi:

Að Ragnheiður E. Árnadóttir taki sæti í utanríkismálanefnd í stað Þorgerðar K. Gunnarsdóttur og Einar K. Guðfinnsson verði varamaður í stað Ragnheiðar E. Árnadóttur, að Þorgerður K. Gunnarsdóttir, þ.e. nú um stundir Óli Björn Kárason, varamaður hennar, taki sæti í menntamálanefnd í stað Unnar Brár Konráðsdóttur og í heilbrigðisnefnd í stað Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, og að Illugi Gunnarsson, þ.e. nú um stundir Sigurður Kári Kristjánsson, varamaður hans, taki sæti í viðskiptanefnd í stað Ragnheiðar E. Árnadóttur. Skoðast þessar breytingar samþykktar ef enginn hreyfir andmælum.