138. löggjafarþing — 119. fundur,  7. maí 2010.

heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ.

320. mál
[12:39]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Í gær mælti ég fyrir minnihlutaáliti iðnaðarnefndar. Ég vil gagnaver í Reykjanesbæ. Mér er hins vegar ekki sama hvaðan gott kemur. Mér finnst óásættanlegt að ríkisvaldið umbuni einum af gerendum hrunsins með skattalegum ívilnunum jafnvel þótt hann hyggist skila þeim. Alþingi verður að taka siðferðilega forustu. Því legg ég til að frumvarpinu verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar svo ásættanleg niðurstaða náist í þetta mál.