138. löggjafarþing — 119. fundur,  7. maí 2010.

heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ.

320. mál
[12:54]
Horfa

Þráinn Bertelsson (U):

Virðulegi forseti. Ég stend með fólkinu á Suðurnesjum. Ég stend með íslensku þjóðinni. Ég stend með atvinnuuppbyggingu hérna. En ég skal gera allt sem ég get til að standa á móti því að við látum sömu mennina, sömu fyrirtækin, plata okkur tvisvar. Einu sinni er kannski afsakanlegt, tvisvar er óafsakanlegt. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)