138. löggjafarþing — 119. fundur,  7. maí 2010.

heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ.

320. mál
[12:55]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Hér kemur fólk upp og segir: Ég stend með íslensku þjóðinni, ég stend með þeim atvinnulausu. Það geri ég líka. Ástæðan fyrir því að ég sit hjá við þessa atkvæðagreiðslu er málsmeðferðin, hvernig aðilar sem eiga hlut að þessu máli, að þessum samningi, voru þvingaðir út í hluti sem eru sérstaklega ógeðfelldir og sem brjóta tvímælalaust jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Það er ástæðan fyrir því að ég sit hjá í þessu máli.