138. löggjafarþing — 119. fundur,  7. maí 2010.

málefni aldraðra á Vestur-Norðurlöndum.

317. mál
[13:12]
Horfa

Frsm. utanrmn. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Með tillögunni sem enn kemur frá Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins er lagt til að Alþingi feli ríkisstjórninni að gera samkomulag við landsstjórnir Færeyja og Grænlands um að auka samvinnu og gagnkvæma upplýsingamiðlun um málefni aldraðra á Vestur-Norðurlöndum.

Nefndin, sem var einhuga í afstöðu sinni í þessu máli telur tillöguna jákvæða. En í ljósi þess að kostnaður við framkvæmd hennar er óljós gerir nefndin tillögu um breytingu á þingsályktunartillögunni í þá veru að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að kanna grundvöll þess að gera samkomulag við landsstjórnir Færeyja og Grænlands um að auka samvinnu og gagnkvæma upplýsingamiðlun um málefni aldraðra á Vestur-Norðurlöndum.