138. löggjafarþing — 120. fundur,  10. maí 2010.

fyrirkomulag óundirbúinna fyrirspurna.

[15:44]
Horfa

Atli Gíslason (Vg):

Frú forseti. Ég verð að minna á að það er að starfi þingmannanefnd sem er að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Allir eru þingmenn sammála um að það þurfi að breyta starfsháttum þingsins og skerpa eftirlitshlutverkið. Forsætisnefnd Alþingis hefur verið einhuga í því að skapa þingmannanefndinni skilyrði, fagleg skilyrði, bestu skilyrði, til að vinna að þessu verkefni, þ.e. að starfsháttum Alþingis, eftirlitshlutverki Alþingis. Það er verið að vinna einbeitt að þeim málum og við skulum bíða og sjá hvað kemur út úr starfi þingmannanefndarinnar sem vinnur þétt saman og af mikilli samstöðu.