138. löggjafarþing — 120. fundur,  10. maí 2010.

fyrirkomulag óundirbúinna fyrirspurna.

[15:48]
Horfa

Róbert Marshall (Sf):

Virðulegur forseti. Ég tek undir margt það sem hér hefur verið sagt um þann dagskrárlið sem við erum að fjalla um, hann er ónógur til þess að fá svör við spurningum og taka efnislega umræðu. En nú eru menn farnir að ganga nokkuð langt þegar þeir vilja að hæstv. forseti hafi áhrif á svörin. Ég tek undir það sem hér hefur verið sagt, það er hægt að rýna í þær spurningar sem þingmenn ætla að koma fram með vegna þess að í mörgum tilfellum eru menn farnir að haga sér eins og rafhlöðukanínur þegar kemur að því að flytja sömu spurninguna aftur og aftur þegar búið er að svara spurningunum svo oft að það er alveg ljóst að þær fara ekki lengra.