138. löggjafarþing — 120. fundur,  10. maí 2010.

fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda.

597. mál
[17:21]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Til að svara seinni spurningunni fyrst þá höfum við ekki fengið styrki heldur fær Borgarahreyfingin styrki til pólitískra hreyfinga. Við fáum aftur á móti styrk til þingflokksins til að fá ráðgjöf frá lögfræðingum og sérfræðingum sem er að ég held í kringum 1,5 millj. kr. á ári.

Varðandi hinar spurningarnar held ég að hv. þm. Pétur H. Blöndal sé búinn að huga að þessum málum og sé miklu betur til þess fallinn að svara spurningunum. Ég er ekki búin að hugleiða hvað ég ætla að gera í þessu í smáatriðum en þætti vænt um að heyra hvernig hann sér fyrir sér að hægt sé að takast á við þessi dæmi sem hann nefndi.