138. löggjafarþing — 121. fundur,  11. maí 2010.

áminning forseta.

[14:05]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Ég kem hér upp út af athugasemd forseta við orðaval hv. þm. Jóns Gunnarssonar. Það er oft ástæða til þess að biðja hv. þm. Jón Gunnarsson að gæta orða sinna en ég hlustaði af athygli á ræðu hans áðan og hafi eitthvað verið í henni sem gaf sérstaklega tilefni til þess, fór það fram hjá mér. Ég væri þakklátur ef hæstv. forseti gæti upplýst okkur um hvað það var sem forseti gerði athugasemdir við þannig að við hin getum lært af því.