138. löggjafarþing — 121. fundur,  11. maí 2010.

vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum.

382. mál
[14:07]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við ræðum hér frumvarp til laga um vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum með mjög góðum tilgangi og góðu markmiði en ég get ekki fallist á þvílíkt framsal á ríkisvaldi. Aðilar vinnumarkaðarins geta ákveðið hverjir eiga að bera þessi skírteini, ekki opinberir embættismenn. Þeir eiga að semja um útfærsluna, ekki reglugerð ráðherra. Þeir geta stundað eftirlitsheimsóknir til aðila og fyrirtækja sem ekki heyra undir viðkomandi samtök og þeir eiga að ákveða hvaða gögnum þeir hafi aðgang að. Þeir eiga einnig að fá aðstoð lögreglu til þess að framkvæma þetta eftirlit.

Við erum að breyta verkalýðshreyfingunni í ríkisverkalýðsfélög og samtökum atvinnurekenda í ríkissamtök atvinnurekenda. Ég segi nei við þessu.