138. löggjafarþing — 122. fundur,  12. maí 2010.

samningsmarkmið varðandi landbúnað í viðræðum við Evrópusambandið.

565. mál
[15:44]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Vinstri grænir unnu kosningasigur í síðustu alþingiskosningum með því að vera á móti Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, með því að hafna því að samþykkja Icesave og með því að vera á móti því að ganga í Evrópusambandið. Nú vil ég spyrja hæstv. ráðherra Jón Bjarnason hvort hann sé ekki örugglega að vinna ötullega að því að koma Íslandi í Evrópusambandið, í öðru lagi hvort breyta þurfi landbúnaðarstefnu á Íslandi áður en samningaferlið hefst og í þriðja lagi hvort sameining ráðuneyta sé þáttur í þessu ferli. Ég vil líka spyrja hann hvort hann sé ekki örugglega þingmaður Vinstri grænna. (Sjútvrh.: Og ráðherra líka.)