138. löggjafarþing — 123. fundur,  14. maí 2010.

þingsályktunartillaga um ákæru á hendur mótmælendum.

[10:37]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Varðandi áherslu hæstv. forseta um fundarstjórn forseta tel ég að það sé fundarstjórn forseta hvort mál séu þingtæk eða ekki. Ef hann lítur á 36. gr. stjórnarskrárinnar, sem við höfum svarið eið að, stendur þar, með leyfi forseta:

„Alþingi er friðheilagt. Enginn má raska friði þess né frelsi.“

Þetta hefur verið svo frá fornu fari, frú forseti, og ég tel að ekki standi til að breyta þessu. Hér var friðhelgi Alþingis raskað. Ég varð vitni að því sjálfur.

Svo er það spurningin um þrískiptingu valdsins, að löggjafarvaldið hlutist ekki til um starfsemi dómsvaldsins. Svo er þessi þingsályktunartillaga náttúrlega vantraust á forseta Alþingis.