138. löggjafarþing — 123. fundur,  14. maí 2010.

þingsályktunartillaga um ákæru á hendur mótmælendum.

[10:41]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Það er dálítið undarlegt í mínum huga að hér sé búið að dreifa máli, gefa því þingskjalsnúmer og málsnúmer og forseti hafi ekki úrskurðað um hvort það sé þingtækt. Ef forseti afturkallar ekki frumvarpið fer það væntanlega í umræðu og síðan verður því vísað til nefndar ef Alþingi samþykkir það. Ég mun svo sannarlega greiða atkvæði gegn því.