138. löggjafarþing — 123. fundur,  14. maí 2010.

utanríkis- og alþjóðamál.

611. mál
[12:12]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég tel að þetta beri að skilja þannig að það sem liggur fyrir okkur að gera er að setja fram trúverðuga áætlun um það með hvaða hætti við lögum okkar kerfi að því kerfi sem við tæki, ef þjóðin ákveður að fara inn í Evrópusambandið. Það eru þau viðmið sem þarna er verið að tala um. (BÁ: Það er ekki það sem stendur þarna.) Það er sá skilningur sem ég legg í þessa setningu sem ég hef líka lesið í þessari ágætu skýrslu, eins og hv. þm. félagi minn, Ásmundur Einar Daðason. Þarna gætu komið til álita spurningar um gildistöku slíkra laga eða ákvarðana og yrði tengt við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu, eftir að hún liggur fyrir. Það er engin ástæða til þess, eins og eðlilegt má teljast, að við breytum regluverki okkar frekar en við viljum, óháð og burtséð frá aðild að Evrópusambandinu, ef þjóðin ákveður að fara ekki þangað inn.