138. löggjafarþing — 123. fundur,  14. maí 2010.

utanríkis- og alþjóðamál.

611. mál
[14:53]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hélt ég hefði svarað þessari spurningu hér áðan. Ég tel að þingmenn Sjálfstæðisflokksins komi til með að fara eftir landsfundarsamþykktum og þar með stefnu flokksins þegar slík tillaga verður lögð fram. Ég tel það. En um nánari úttekt á því hvað hver og einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins mundi gera varðandi einhverja slíka útfærslu verður hv. þingmaður einfaldlega að spyrja þá hina sömu að því.

Mig langar síðan, af því þingmaðurinn er ungur og hefur sýnt að hann er ákveðinn, (Utanrrh.: Og fallegur.) að segja honum — og fallegur að mati hæstv. utanríkisráðherra, hann hefur greinilega ágætan smekk fyrir karlmönnum — að það er líf eftir samstarf við Samfylkinguna. Við sjálfstæðismenn vitum það. Þetta er hægt en það er snöggtum skárra ef maður hefur staðið á sannfæringu sinni og unnið eftir gildum síns flokks. (Gripið fram í.) Ég tel að það sé gott fyrir hv. þingmenn Vinstri grænna að fá að heyra þessa reynslusögu frá aðila sem tengist flokki (Forseti hringir.) sem hefur verið í samstarfi við Samfylkinguna. Gangi ykkur vel. (Forseti hringir.)