138. löggjafarþing — 123. fundur,  14. maí 2010.

utanríkis- og alþjóðamál.

611. mál
[15:27]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Þá vitum við það. Það er ekki spurningin um það hvort sé gott fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið eða ekki, það er ekki spurningin um það hvort Íslandi vegni vel innan Evrópusambandsins eða betur utan þess, það eru úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem ráða sannfæringu, að mér skilst, heils flokks. (Gripið fram í.)

Sannfæringin breytist um leið og niðurstaðan liggur fyrir, búið að telja upp úr kjörkössunum, þá er sannfæringin þessi en ekki einhver önnur. Það getur vel verið að einhverjir þingmenn Vinstri grænna geri athugasemdir við svona sannfæringu.