138. löggjafarþing — 124. fundur,  17. maí 2010.

sala orku.

[15:22]
Horfa

Þráinn Bertelsson (U):

Virðulegur forseti. Ég bendi hæstv. fjármálaráðherra á þá staðreynd að meiri hluti nefndar um erlenda fjárfestingu úrskurðaði nýlega um lögmæti þess að leyfa sænsku skúffufyrirtæki að fjárfesta í íslensku orkufyrirtæki. Meiri hluti nefndarinnar tók ekki mark á rökstuðningi eins helsta sérfræðings landsins í Evrópurétti, Elviru Méndez Pinedo, sem taldi að hafna mætti fjárfestingunni á grundvelli misnotkunar eða sniðgöngu laga. (EyH: Með því að breyta lögunum.)

Ég krefst þess að ríkisstjórnin, ef hún er ekki vanhæf, drífi í því að forða okkur frá þeirri ógæfu sem (Forseti hringir.) yfir okkur vofir. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)